Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 15:17 Armand „Mondo“ Duplantis er 25 ára en systir hans Johanna er þremur árum yngri @johannaduplantis/Getty/Maja Hitij Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se) Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Duplantis fór að lokum yfir 6,15 metra sem er mótsmet en heimsmet hans er 6,27 metrar. Enginn annar í keppninni í gær var nálægt því að fara yfir sex metrana. Systir hans Johanna Duplantis er þremur árum yngri og hún er líka á fullu í stangarstökki. Hún setti nýtt persónulegt met í gær með því að fara yfir 4,39 metra á meistaramóti bandarísku háskólanna. Þetta er áttundi besti árangurinn í sögu sænskra stangarstökkskvenna og sá besti hjá sænskri konu á þessu ári. Armand var spurður út í litlu systur eftir sigur sinn í gær. „Það er erfitt að lýsa því hvað hún hefur bætt sig ótrúlega mikið á þessu tímabili. Ég er svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Armand Duplantis. Duplantis sjálfur hefur sett ellefu heimsmet á ferlinum og hefur unnið tvö síðustu Ólympíugull í greininni auk þess að vera fimm sinnum heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Meiri yfirburðamann er nánast vonlaust að finna. Hin 22 ára gamla Johanna Duplantis er á hraðri uppleið í bókstaflegri merkingu og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort hún geti bætt sig enn frekar. View this post on Instagram A post shared by Sportbibeln (@sportbibeln.se)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira