Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 13:11 Framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík, sem er kenndur við PCC, hófust í maí. Ætlunin er að halda þeim áfram þótt dregið verði verulega úr framkvæmdum og fjárfestingum í Norðurþingi í ár. Norðurþing Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín. Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín.
Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira