Varnarmálaráðherra segir að Tehran muni brenna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júní 2025 13:13 Loftárásir Írana og Ísraela á víxl hafa valdið mikilli eyðileggingu. Myndin er tekin í nágrenni Tel Aviv. AP Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í yfirlýsingu í morgun að Tehran, höfuðborg Íran, haldi áfram að brenna ef Ayatollah Ali Khamenei æðsti leiðtogi Íran heldur áfram að skjóta flugskeytum á heimavígstöðvar Ísrael. Íransher hóf að gera hefndarárásir vegna árása Ísraelshers á kjarnorkuinnviði Íran aðfaranótt föstudags í nótt og hefur Ísraelsher svarað af mikilli hörku. Minnst 78 eru fallnir í árásum Ísraela á Íran og þrír í árásum Írana á Ísrael. Tugir eru særðir. Sextíu eru taldir af, þar af tuttugu börn, eftir að eldflaug hæfði fjórtán hæða íbúðablokk í Tehran í morgun. Hershöfðingjar, kjarnorkuvísindamenn og embættismenn eru að auki meðal látinna í loftárásum Ísraela. Óljóst með kjarnorkuviðræður við Bandaríkin Ísraelsk stjórnvöld hafa staðfest þrjú mannslát í árásum Írana. Báðar hliðar boða umfangsmeiri árásir í framhaldinu. Klerkastjórnin hefur samkvæmt írönskum miðlum hótað að gera varnarsvæði og skip Breta, Bandaríkjamanna og Frakka að skotmarki hjálpi þeir Ísraelsher að skjóta niður eldflaugar Írana. Bretar hafa ekki tekið þátt í yfirstandanadi átökum með þeim hætti svo vitað sé. Viðræður klerkastjórnarinnar við Bandaríkin um kjarnorkumál voru fyrirhugaðar í Óman á morgun en ekki liggur fyrir hvort Íranir stefni enn á að taka þátt. BBC hefur eftir stjórninni að þar sem ríkisstjórn Donald Trump hafi samþykkt loftárásir Ísraela séu viðræðurnar þýðingarlausar. Íran Ísrael Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira
Íransher hóf að gera hefndarárásir vegna árása Ísraelshers á kjarnorkuinnviði Íran aðfaranótt föstudags í nótt og hefur Ísraelsher svarað af mikilli hörku. Minnst 78 eru fallnir í árásum Ísraela á Íran og þrír í árásum Írana á Ísrael. Tugir eru særðir. Sextíu eru taldir af, þar af tuttugu börn, eftir að eldflaug hæfði fjórtán hæða íbúðablokk í Tehran í morgun. Hershöfðingjar, kjarnorkuvísindamenn og embættismenn eru að auki meðal látinna í loftárásum Ísraela. Óljóst með kjarnorkuviðræður við Bandaríkin Ísraelsk stjórnvöld hafa staðfest þrjú mannslát í árásum Írana. Báðar hliðar boða umfangsmeiri árásir í framhaldinu. Klerkastjórnin hefur samkvæmt írönskum miðlum hótað að gera varnarsvæði og skip Breta, Bandaríkjamanna og Frakka að skotmarki hjálpi þeir Ísraelsher að skjóta niður eldflaugar Írana. Bretar hafa ekki tekið þátt í yfirstandanadi átökum með þeim hætti svo vitað sé. Viðræður klerkastjórnarinnar við Bandaríkin um kjarnorkumál voru fyrirhugaðar í Óman á morgun en ekki liggur fyrir hvort Íranir stefni enn á að taka þátt. BBC hefur eftir stjórninni að þar sem ríkisstjórn Donald Trump hafi samþykkt loftárásir Ísraela séu viðræðurnar þýðingarlausar.
Íran Ísrael Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Sjá meira