Ríkjandi meistarinn úr leik og aðeins þrír kylfingar undir pari Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 15:31 Bryson DeChambeau spilaði skelfilegar seinni níu holur í gær og náði ekki í gegnum niðurskurðinn. Cliff Hawkins/Getty Images Eftir tvo keppnisdaga á hinum erfiða Oakmont golfvelli eru aðeins þrír kylfingar með skor undir pari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Ríkjandi meistarinn Bryson DeChambeau missti af niðurskurðinum. Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan Golf Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Sam Burns vermdi toppsætið eftir frábæran gærdag, þremur undir pari, þar sem hann fór hringinn fimm höggum undir pari. J.J. Spaun var í öðru sætinu, tveimur undir pari, og Viktor Hovland í þriðja sætinu, einu höggi undir pari. Þeir þrír voru einu kylfingarnir undir pari af þeim 156 sem spiluðu fyrstu tvo dagana. Niðurskurðarlínan var dregin við sjö högg yfir pari og þónokkrir þekktir kylfingar voru í vandræðum með að ná yfir línuna. Rory McIlroy rétt náði í gegnum niðurskurðinn. Warren Little/Getty Images Ríkjandi Masters meistarinn Rory McIlroy varð næstum því úti en bjargaði sér með tveimur fuglum á síðustu holunum og náði í gegn, sex yfir pari. Nokkur þekkt nöfn dönsuðu á línunni, sjö yfir pari, svosem Harris English, Matt Fitzpatrick og Patrick Reed. Ríkjandi meistari Opna bandaríska, Bryson DeChambeau, náði hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann átti ágætis fyrsta dag og fór út á völl þremur höggum yfir pari í gær, spilaði fyrri níu holurnar áfram ágætlega og var fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru hins vegar hryllilegar fyrir DeChambeau, sem lauk leik tíu höggum yfir pari. Bryson's quest for a third U.S. Open 🏆 has come to an end in 2025.He will miss the cut at +10. pic.twitter.com/Oe31SRgpJh— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þá náði Phil Mickelson heldur ekki í gegnum niðurskurðinn, á líklega sínu síðasta Opna bandaríska. Sem og Ludvig Aberg, Justin Rose, Shane Lowry og Tommy Fleetwood, svo fáeinir séu nefndir. Phil Mickelson - OUTCameron Smith - OUTDavis Thompson - OUTCam Davis - INBrian Harman - INLate drama on the cut line at Oakmont. pic.twitter.com/AHZAbROLQy— U.S. Open (@usopengolf) June 13, 2025 Þriðji keppnisdagur Opna bandaríska er hafinn og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay frá klukkan fjögur í dag og aftur frá klukkan þrjú á morgun þegar lokadagurinn fer fram. Í Sportpakkanum var fjallað um mótið með Gunnlaugi Árna Sveinssyni, sem þekkir þónokkra kylfinga á mótinu og var ekki langt frá því að komast inn sjálfur. Hann reyndist sannspár um erfiðleikastig Oakmont golfvallarsins. Innslagið má sjá hér fyrir neðan
Golf Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira