Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 15:03 Þorri tróð legghlífum rétt inn undir sokkana til að mega koma inn á völlinn en var fljótur að losa sig við þær. Skjáskot/Stöð 2 Sport Stjörnumaðurinn Þorri Mar Þórisson var skikkaður til þess að klæða sig í legghlífar þegar hann kom inn á gegn Val, í Bestu deildinni í fótbolta á laugardag, en losaði sig svo við þær um leið og búið var að flauta leikinn aftur á. Þetta mátti sjá í beinni útsendingu frá leiknum á Sýn Sport um helgina, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þorri Mar og legghlífarnar Það er enn skýrt í Knattspyrnulögunum frá IFAB að legghlífar séu hluti af skyldubúnaði leikmanna. Þær skuli gerðar úr hentugu efni og vera nógu stórar til að veita hæfilega vernd en vera huldar algjörlega með sokkunum. Í reglunum segir jafnframt að leikmenn beri sjálfir ábyrgð á stærð og gæðum legghlífa sinna. Klippir pappaglös og notar í stað legghlífa Ljóst er að fótboltamenn víða um heim eru óánægðir með þessa reglu og þörfin fyrir hana sjálfsagt ekki eins aðkallandi og þegar hún var tekin í gildi, enda taka dómarar harðar á grófum tæklingum nú. Legghlífar hafa af þessum sökum orðið sífellt minni. Sjálfur vill Þorri helst ekki nota legghlífar en fjórði dómari vildi ekki sleppa honum við það á laugardagskvöld, þegar Þorri kom óvænt inn á vegna meiðsla Kjartans Más Kjartanssonar. „Ég klippi alltaf pappaglös og nota sem legghlífar en hann bannaði mér að fara inná þannig og sagði mér að sækja alvöru legghlífar,“ sagði Þorri sem fékk þá legghlífar lánaðar, tróð þeim inn á sokkana en henti þeim svo strax út fyrir hliðarlínu. „Ég fékk svo gefins G Form legghlífar eftir þetta þannig að það var bara flott,“ sagði Þorri léttur í samtali við Vísi. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Þetta mátti sjá í beinni útsendingu frá leiknum á Sýn Sport um helgina, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þorri Mar og legghlífarnar Það er enn skýrt í Knattspyrnulögunum frá IFAB að legghlífar séu hluti af skyldubúnaði leikmanna. Þær skuli gerðar úr hentugu efni og vera nógu stórar til að veita hæfilega vernd en vera huldar algjörlega með sokkunum. Í reglunum segir jafnframt að leikmenn beri sjálfir ábyrgð á stærð og gæðum legghlífa sinna. Klippir pappaglös og notar í stað legghlífa Ljóst er að fótboltamenn víða um heim eru óánægðir með þessa reglu og þörfin fyrir hana sjálfsagt ekki eins aðkallandi og þegar hún var tekin í gildi, enda taka dómarar harðar á grófum tæklingum nú. Legghlífar hafa af þessum sökum orðið sífellt minni. Sjálfur vill Þorri helst ekki nota legghlífar en fjórði dómari vildi ekki sleppa honum við það á laugardagskvöld, þegar Þorri kom óvænt inn á vegna meiðsla Kjartans Más Kjartanssonar. „Ég klippi alltaf pappaglös og nota sem legghlífar en hann bannaði mér að fara inná þannig og sagði mér að sækja alvöru legghlífar,“ sagði Þorri sem fékk þá legghlífar lánaðar, tróð þeim inn á sokkana en henti þeim svo strax út fyrir hliðarlínu. „Ég fékk svo gefins G Form legghlífar eftir þetta þannig að það var bara flott,“ sagði Þorri léttur í samtali við Vísi.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira