Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að viðkomandi hafi verið kærður en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.
Fjórir gistu í fangageymslu lögreglu samkvæmt tilkynningunni.
Nokkuð var um almennar hávaðakvartanir í nótt, og að ökumenn væru kærðir fyrir hefðbundin ökulagabrot. Lögreglumenn settu upp ölvunarpóst í hverfi 105. Um 240 bílar voru stöðvaðir og voru ökumenn látnir blása. Tveimur ökumönnum hafi eftir mælingu verið gert að stöðva akstur. Einn ökumaður hafi reynst ölvaður og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.