Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 09:44 Sigfús, forsprakki samtakanna Ísland, þvert á flokka, fór rangt með þegar hann fullyrti að Grímur ætti að halda sig á mottunni því Geðhjálp væri rekið á kostnað ríkisins. Bein framlög ríkisins eru hins vegar hverfandi liður í tekjum Geðhjálpar. vísir/viktor freyr/vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur. Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur.
Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira