Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 09:44 Sigfús, forsprakki samtakanna Ísland, þvert á flokka, fór rangt með þegar hann fullyrti að Grímur ætti að halda sig á mottunni því Geðhjálp væri rekið á kostnað ríkisins. Bein framlög ríkisins eru hins vegar hverfandi liður í tekjum Geðhjálpar. vísir/viktor freyr/vilhelm Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi. Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur. Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Vísir greindi frá því að Sigfús og þau hjá Íslandi, þvert á flokka, hefði kært þrjá einstaklinga fyrir meiðyrði. Fjöldi fólks hefur gert athugasemdir við það sem fram kemur í máli Sigfúsar og þá ekki síst þessi orð hans: „Grímur Atlason vinnur hjá Geðhjálp sem ætti síst að vera að atyrða fólk, þar sem Geðhjálp er að stærstum hluta styrkt af ríkinu.“ Þetta er ekki allskostar rétt eins og til að mynda Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir: „Samkvæmt ársreikningi 2024 voru heildartekjur Geðhjálpar 220.643.010 kr. Þar af voru opinberir styrkir í heild 16.920.268 kr. eða tæp 8%. Hins vegar var styrktarsöfnun 113.886.912 kr. eða rétt rúmur helmingur.“ Þetta hefur Halldór til marks um að lítið mark sé á Sigfúsi takandi: „Geðhjálp er sumsé að stærstum hluta styrkt af almenningi og fyrirtækjum og svo hefur verið í allmörg ár. Þetta veit allt fólk sem hefur lágmarks þekkingu og áhuga á þessu félagi.“ Úr ársreikningi Geðhjálpar. Grímur Atlason bætir við, á Facebook-síðu Halldórs, að af því að Sigfús tali um ríkið þá sé rétt að halda því til haga að hlutur ríkisins í fyrra hafi verið rúm sex prósent eða 14,7 milljónir króna. Hann var tæp tíu prósent árið á undan. „Í ár er rekstrarstyrkurinn sá sami og í fyrra en Reykjavíkurborg sem styrkti samtökin um 2 m.kr. síðustu tvö ár greiðir Geðhjálp ekkert í ár,“ segir Grímur.
Dómsmál Geðheilbrigði Rekstur hins opinbera Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira