Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 15:19 Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmikla húsleit á Aðalbraut 37 á Raufarhöfn en húsnæðið er í eigu Jóns Gotts ehf., sem er nefnt í höfuð á eiganda sínum Jóni Eyþór Gottskálkssyni, sem er betur þekktur sem Jón dansari. Vísir/Samsett Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi. Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi.
Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira