Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:41 Einar mestu breytingarnar sem finna má í nýrri skoðanakönnun Maskínu um afstöðu fólks til óhæði fréttaflutnings hjá íslenskum fjölmiðlum varðar þá breytingu sem hægri menn hafa í afstöðu sinni gagnvart RÚV. Vísir/Vilhelm Aðeins þriðjungur hægri manna upplifir fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem óháðan en árið 2022 var helmingur hægri manna þeirrar skoðunar. Sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd segir merki um að Íslendingar séu í auknum mæli að velja sér fjölmiðla eftir pólitískum skoðunum. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd en á næstu dögum verður viðamikil fjölmiðlaskýrsla Fjölmiðlanefndar kynnt. Gagnaöflun fór fram í lok síðasta árs og voru svarendur 951. Niðurstöður könnunarinnar.Maskína Könnunin sýnir að miðlar Ríkisútvarpsins tróna enn á toppnum yfir þá fjölmiðla sem almenningur telur að séu óháðir sérhagsmunaöflum í sínum fréttaflutningi. Um 63 prósent svarenda eru ýmist nokkuð eða mjög sammála því að RÚV sé óháð sem er litlu minna en árið 2022 þegar hlutfallið nam 66 prósentum. Á eftir fylgja miðlar Sýnar en um 60 prósent eru ýmist mjög eða nokkuð sammála um að þeir séu óháðir í sínum fréttaflutningi og þá telja um 48 prósent að Heimildin sé óháð. Ef svörin eru skoðuð út frá pólitískum skoðunum blasir þó við allt önnur mynd og sér í lagi afstaða hægri manna til hinna ýmsu fjölmiðla en þetta er það sem Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd tók sérstaklega eftir. „Það eru auðvitað miðlar sem hanga ofarlega, sem er jákvætt sem ná til þessa breiða hóps,“ en bæði fjölmiðlar Sýnar og Bændablaðið skora nokkuð hátt hjá bæði vinstri og hægri mönnum. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Sýn „En það er auðvitað áhyggjuefni þegar við berum þetta saman við bandarískt fjölmiðlaumhverfi þar sem við erum með hægri hlið sem horfir á og hlustar á allar sínar upplýsingar frá sínum miðlum og svo öfugt, það er engin skörun. Fjölmiðlar, við viljum auðvitað að þeir nái til sem flestra. Og þessi merki gefa okkur til kynna að við séum svolítið að velja okkur hægri eða vinstri miðla,“ ályktar Skúli Bragi út frá nýju tölunum. Afstaða hægri manna til RÚV svipuð og til samfélagsmiðla Árið 2022 taldi tæpur helmingur hægri manna að RÚV væri óháð en nú er rúmur þriðjungur þeirra þeirrar skoðunar. Ein helsta breytingin frá því afstaða til fjölmiðla var síðast skoðuð árið 2022 varðar einmitt afstöðu hægri manna til RÚV. Almennt njóta samfélagsmiðlar litla tiltrú almennings og trú hans á að samfélagsmiðlar sem vettvangur frétta sé óháður er almennt lítill. Nýjustu tölur sýna að um 29,4 prósent trúi því að samfélagsmiðlavettvangurinn sé óháður vettvangur frétta. Athygli vekur að tilfinning hægri manna um að RÚV sé óháð er svipuð og afstaða þeirra til samfélagsmiðla. Afstaða hægri manna um að samfélagsmiðlar séu óháðir eru 33,7 prósent á meðan um það bil 35 prósent þeirra telja RÚV óháð. Skúli Bragi var spurður hvers vegna hann teldi að þessi þróun ætti sér stað. „Erum við að sjá einverjar breytingar á ríkisfjölmiðlinum eða er það meira í umræðunni í samfélaginu? Það er kannski frekar þar því það er ákveðin skautun í umræðunni um ákveðin málefni sem gerir fjölmiðli erfitt að fjalla um þau; að staðsetja sig á hlutlausan hátt og fjalla um báðar hliðar. Ef það er skautun í umræðunni um málefni þá getur þetta verið mjög erfitt og miðillinn fengið á sig mikla gagnrýni fyrir það. Þetta er i raun áhugavert að fylgjast með þessu. Ríkisfjölmiðillinn hefur öðrum skyldum að gegna heldur en einkareknir fjölmiðlar, þeir eru með þetta almannaþjónustuhlutverk þannig að við gerum ríkari kröfur til RÚV.“ Á sama tíma treystu Vinstri menn RÚV miðlum langmest til þess að vera óháðir eða 83,6% þeirra. Þá töldu 66% vinstrimanna Heimildina óháða og um 63% vinstri manna að Vísir væri það. Viðvörunarbjöllur að finna í nýju könnuninni „Sem betur fer lifum við ekki í skautuðu samfélagi í dag, við erum ekki komin í óefni en það er rétt að líta á svona rannsóknarniðurstöður og horfa á þær viðvörunarbjöllur og flögg sem þar fara á loft að við erum kannski farin að taka skref í hættulega átt, við verðum að bregðast við því,“ segir Skúli Bragi.Þess má geta að Vísir, Bylgjan og Sjónvarpfréttir Sýnar eru í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd en á næstu dögum verður viðamikil fjölmiðlaskýrsla Fjölmiðlanefndar kynnt. Gagnaöflun fór fram í lok síðasta árs og voru svarendur 951. Niðurstöður könnunarinnar.Maskína Könnunin sýnir að miðlar Ríkisútvarpsins tróna enn á toppnum yfir þá fjölmiðla sem almenningur telur að séu óháðir sérhagsmunaöflum í sínum fréttaflutningi. Um 63 prósent svarenda eru ýmist nokkuð eða mjög sammála því að RÚV sé óháð sem er litlu minna en árið 2022 þegar hlutfallið nam 66 prósentum. Á eftir fylgja miðlar Sýnar en um 60 prósent eru ýmist mjög eða nokkuð sammála um að þeir séu óháðir í sínum fréttaflutningi og þá telja um 48 prósent að Heimildin sé óháð. Ef svörin eru skoðuð út frá pólitískum skoðunum blasir þó við allt önnur mynd og sér í lagi afstaða hægri manna til hinna ýmsu fjölmiðla en þetta er það sem Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd tók sérstaklega eftir. „Það eru auðvitað miðlar sem hanga ofarlega, sem er jákvætt sem ná til þessa breiða hóps,“ en bæði fjölmiðlar Sýnar og Bændablaðið skora nokkuð hátt hjá bæði vinstri og hægri mönnum. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Sýn „En það er auðvitað áhyggjuefni þegar við berum þetta saman við bandarískt fjölmiðlaumhverfi þar sem við erum með hægri hlið sem horfir á og hlustar á allar sínar upplýsingar frá sínum miðlum og svo öfugt, það er engin skörun. Fjölmiðlar, við viljum auðvitað að þeir nái til sem flestra. Og þessi merki gefa okkur til kynna að við séum svolítið að velja okkur hægri eða vinstri miðla,“ ályktar Skúli Bragi út frá nýju tölunum. Afstaða hægri manna til RÚV svipuð og til samfélagsmiðla Árið 2022 taldi tæpur helmingur hægri manna að RÚV væri óháð en nú er rúmur þriðjungur þeirra þeirrar skoðunar. Ein helsta breytingin frá því afstaða til fjölmiðla var síðast skoðuð árið 2022 varðar einmitt afstöðu hægri manna til RÚV. Almennt njóta samfélagsmiðlar litla tiltrú almennings og trú hans á að samfélagsmiðlar sem vettvangur frétta sé óháður er almennt lítill. Nýjustu tölur sýna að um 29,4 prósent trúi því að samfélagsmiðlavettvangurinn sé óháður vettvangur frétta. Athygli vekur að tilfinning hægri manna um að RÚV sé óháð er svipuð og afstaða þeirra til samfélagsmiðla. Afstaða hægri manna um að samfélagsmiðlar séu óháðir eru 33,7 prósent á meðan um það bil 35 prósent þeirra telja RÚV óháð. Skúli Bragi var spurður hvers vegna hann teldi að þessi þróun ætti sér stað. „Erum við að sjá einverjar breytingar á ríkisfjölmiðlinum eða er það meira í umræðunni í samfélaginu? Það er kannski frekar þar því það er ákveðin skautun í umræðunni um ákveðin málefni sem gerir fjölmiðli erfitt að fjalla um þau; að staðsetja sig á hlutlausan hátt og fjalla um báðar hliðar. Ef það er skautun í umræðunni um málefni þá getur þetta verið mjög erfitt og miðillinn fengið á sig mikla gagnrýni fyrir það. Þetta er i raun áhugavert að fylgjast með þessu. Ríkisfjölmiðillinn hefur öðrum skyldum að gegna heldur en einkareknir fjölmiðlar, þeir eru með þetta almannaþjónustuhlutverk þannig að við gerum ríkari kröfur til RÚV.“ Á sama tíma treystu Vinstri menn RÚV miðlum langmest til þess að vera óháðir eða 83,6% þeirra. Þá töldu 66% vinstrimanna Heimildina óháða og um 63% vinstri manna að Vísir væri það. Viðvörunarbjöllur að finna í nýju könnuninni „Sem betur fer lifum við ekki í skautuðu samfélagi í dag, við erum ekki komin í óefni en það er rétt að líta á svona rannsóknarniðurstöður og horfa á þær viðvörunarbjöllur og flögg sem þar fara á loft að við erum kannski farin að taka skref í hættulega átt, við verðum að bregðast við því,“ segir Skúli Bragi.Þess má geta að Vísir, Bylgjan og Sjónvarpfréttir Sýnar eru í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira