Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 16:31 Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur haldið því fram að hann hafi verið sviptur lækningaleyfi fyrir að gagnrýna heilbrigðisyfirvöld. Vísir/Samsett Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira
Í pistli sem Guðmundur Karl Snæbjörnsson, betur þekktur sem Kalli Snæ, birti á heimasíðu sinni í gær heldur hann því fram að landlæknir beiti sig svívirðilegri skoðanakúgun og líkir sér við Sókrates og Bélibaste. Hann notar einnig gæsalappir í pistlinum sem gefa það til kynna að hann vitni beint í sviptingarbréf landlæknis. Í viðtali við Frosta Logason, sem fékk sviptingarbréfið undir hendur, kemur þó fram að ekkert af því sem Guðmundur segir átyllu sviptingarinnar standi í bréfinu, né öðrum samskiptum í aðdraganda sviptingarinnar. Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Símaþjónusta sem aldrei opnaði Aðdragandinn er samkvæmt Frosta að Guðmundur Karl hafi ætlað að koma upp símaþjónustu þar sem hann sinnti fjarlækningum. Í því skyni setti hann á stofn sérsímanúmer og sértölvupóstfang fyrir þjónustuna og tilkynnti opnun hennar til embættis landlæknis. Skömmu seinna hætti hann þó við fyrirtækið og hætti þá að fylgjast með tölvupóstfanginu en þangað barst póstur frá embættinu í desember síðastliðnum þar sem hann er beðinn um frekari upplýsingar varðandi símaþjónustuna. Frosti segir enga af ásökunum Kalla Snæ að finna í samskiptum hans við embætti landlæknis og les svo beint upp úr samskiptunum. „Þann 24. mars 2023 tilkynntir þú um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu. Verulega skorti upplýsingar með tilkynningunni en við skoðun á heimasíðunni kemur fram að þú býður upp á fjarlækningar í gegnum síma. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu hefur landlæknir eftirlit með heilbriðgisstarfsemi og heilbrigðisþjónustu og fylgist með að farið sé að ákvæðum heilbrigðislöggjafar,“ stóð í tölvupósti frá landlækni samkvæmt Frosta og póstinum var ekki svarað frekar en öðrum tölvupóstum sem fjarlækningafyrirtæki Kalla Snæ barst. Hann hafi hins vegar ekki ansað neinum erindum embættisins. Ekki ansað erindum embættisins í langan tíma Er ekki rétt hjá mér að hefði þetta ekki misfarist svona, farið í tölvupóstfang sem þú varst ekki að skoða, að þá hefðir þú getað svarað og þá væri ekki búið að svipta þig lækningaleyfi í dag? „Nei. Það getur ekki fylgt svipting af því að læknir með fullt lækningaleyfi hefji símaþjónustu,“ segir Kalli. Guðmundur Karl segir að hann hafi fullan rétt til að hefja símaþjónustu sem læknir með fullt starfsleyfi. Hann hafi ekki þurft að tilkynna símaþjónustuna. Hann segir það ekki standast að hægt sé að svipta hann lækningaleyfi fyrir það en gengst ekki við því að það hafi mögulega eitthvað með það að gera að hann hafi ekki svarað erindum embættis landlæknis yfir tveggja ára skeið.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Sjá meira