Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:58 Íslenska ríkið skuldar bílstjóra ráðherra vangreiddar orlofsgreiðslur. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið. Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið.
Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira