Gæti gerst hratt hjá ÍA en varaplanið er klárt Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 09:32 Jón Þór Hauksson er hættur með ÍA og spurning hver tekur við. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur helst verið nefndur til sögunnar og Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig orðaður við félagið. Samsett/Vísir „Þetta er bara í vinnslu,“ segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um leitina að nýjum þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu eftir viðskilnaðinn við Jón Þór Hauksson. Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík. ÍA Besta deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík.
ÍA Besta deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira