Byrjað að smella af með stærstu myndavél í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 14:01 Trifid-stjörnuþokan (efri til hægri) og Lónsþokan í stjörnumerkinu bogmanninum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni á mynd Veru C.Rubin-athuganastöðvarinnar. NSF-DOE Vera C. Rubin Observatory Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni. Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann. Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Vera B. Rubin-athugastöðin á fjallstindi í Síle er sögð stórt stökk fram á við í sjónaukum á jörðu niðri. Hún hýsir Simonyi-spegilsjónaukann sem er 8,4 metrar að þvermáli og búinn stærstu stafrænu myndavél jarðar. Sjónaukinn á að taka víðmyndir af næturhiminum yfir suðurhveli jarðar næsta áratuginn. Úr þessum víðmyndum verða búin til myndskeið í ofurháskerpu sem gera stjarnfræðingum kleift að fylgjast með breytingum á næturhimninum í smáatriðum. Með þeim ætti að vera hægt að koma fljótt auga á smástirni í sólkerfinu sem gætu ógnað jörðinni og kortleggja Vetrarbrautina. LSST-myndavélin í Veru C. Rubin-athuganastöðinni í Síle er stærsta starfræna myndavél á jörðinni.RubinObs/NSF/DOE/NOIRLab/SLAC/AURA/Hernan Stockebrand Vísindaathuganir athuganastöðvarinnar eru ekki formlega hafnar ennþá en aðstandendur hennar birtu í dag myndir sem voru teknar við tíu klukkustunda langar tilraunaathuganir. Þær gefa nasaþefin af getu sjónaukans og sýna meðal annars tvær stjörnuþokur sem unga út nýjum stjörnum í um níu þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Kennd við brautryðjanda í rannsóknum á hulduefni Upplausn sjónaukans er 3.200 megapixlar sem er 67 sinnum meira en bestu snjallsímamyndavélarnar sem völ er á. Hún nægir til þess að greina golfkúlu á tunglinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Athuganastöðin hefur fjögur meginverkefni: að fylgjast með fyrirbærum og breytingum á næturhimninum, rannsaka myndun Vetrarbrautarinnar, kortleggja sólkerfið okkar og varpa frekara ljósi á hulduefni og hvernig alheimurinn varð til. Til þess að rannsaka eðli hulduefnis á athuganastöðin að kortleggja fleiri en tíu milljarða vetrarbrauta yfir suðurhveli jarðar. Athuganastöðin er kennd við Veru C. Rubin, bandarískan stjarneðlisfræðing sem lést árið 2016. Rubin var brautryðjandi sem lagði fram gögn sem studdu tilvist hulduefnis. Ekki er hægt að skýra þróun alheimsins án þess að hulduefni og orka, sem ekki hefur verið hægt að mæla með beinum hætti, hafi áhrif á hann.
Síle Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira