Biðla til foreldra: Barn einungis þrjátíu sekúndur að drukkna Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 11:39 Sundlaugar geta reynst eftirlitslausum ungum börnum hættulegur staður. Vísir/Tryggvi Páll Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur. Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is Börn og uppeldi Sund Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum sérstöku fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum. „Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum, í tilkynningu um átakið. Ung börn séu í mestri hættu á að drukkna. „Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ bætir Hildur við. Erlendar rannsóknir sýni að einhver fullorðinn sé yfirleitt nálægur þegar barn drukknar. „En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur. „Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“ Ekki nóg að stóla á laugaverði Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi en að sögn Rauða krossins sýna erlendar rannsóknir að í níu af hverjum tíu tilvikum þar sem fólk sé í vandræðum í vatni séu það gestir sundlauga sem bregðast fyrstir við. Það skýrist af því að þeir séu þá í meira návígi við þann sem er í hættu staddur. Flestar drukknanir verði þó á stöðum þar sem engir aðilar sinni eftirliti. Börn á aldrinum eins til fjögurra ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna, að sögn Rauða krossins. Þar á eftir komi börn á aldrinum fimm til níu ára. Átaki Rauða krossins er því sérstaklega beint að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Drukknun geti átt sér stað í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og í tilfelli samgönguslysa og segir Rauði krossinn mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð. Fullorðnir beri ábyrgð „Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á. „Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“ „Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“ Átak Rauða krossins er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu. Rauði krossinn hvetur foreldra til að hafa þessi fimm ráð í huga: 1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið. 2. Gefðu barninu að borða og drekka Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun. 3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við. Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni. 4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits.“ 5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is
Börn og uppeldi Sund Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira