Keypti net í fluginu út á EM til að horfa á Systraslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 07:01 Natasha Anasi. hafði aldrei komið til Íslands þegar Ísland fór á tvö fyrstu Evrópumótin sín en vill ólm kynna sér sögu landsliðsins. Vísir/Anton Brink/Ríkissjónvarpið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lagði á stað á Evrópumótið á mánudaginn en byrjað var að fljúga út í stuttar æfingabúðir til Serbíu. Samfélagsmiðlafólk Knattspyrnusambands Íslands forvitnaðist um hvað stelpurnar okkar voru að gera í flugvélinni á leiðinni. Gengið var á milli stelpnanna og þær spurðar út í hvernig þær fengu tímann til að líða aðeins hraðar í flugvélinni. Margar voru að finna sér afþreyingu á skjánum, í formi sjónvarpsþátta eða kvikmynda, nokkrar voru að leysa Sudoku krossgátur og enn aðrar voru að lesa bækur. Íslensku stelpurnar fengu aftur á móti ekki frítt internet í fluginu og það kom í ljós þegar Natasha Anasi sagði frá því hvað hún ætlaði að gera. „Ég var að kaupa mér net og ég ætla að horfa á Systraslag,“ sagði Natasha Anasi. Systraslagur er ný heimildarþáttaröð í Ríkissjónvarpinu um sögu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Natasha er frá Texas í Bandaríkjunum og kom fyrst til Íslands árið 2014. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2020. Þegar hún kom til Íslands fyrir tíu árum þá var íslenska landsliðið búið að fara tvisvar sinnum á Evrópumótið en EM í Sviss verður fimmta EM íslensku stelpnanna í röð. Það er gaman að sjá að Natasha ætlar að kynna sér sögu landsliðsins nú áður en hún tekur þátt í sínu fyrsta Evrópumóti með liðinu. Hér fyrir neðan má annars sjá svör íslensku stelpnanna um hvað þær dunduðu sér við í flugvélinni á leið út á EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Sjá meira
Gengið var á milli stelpnanna og þær spurðar út í hvernig þær fengu tímann til að líða aðeins hraðar í flugvélinni. Margar voru að finna sér afþreyingu á skjánum, í formi sjónvarpsþátta eða kvikmynda, nokkrar voru að leysa Sudoku krossgátur og enn aðrar voru að lesa bækur. Íslensku stelpurnar fengu aftur á móti ekki frítt internet í fluginu og það kom í ljós þegar Natasha Anasi sagði frá því hvað hún ætlaði að gera. „Ég var að kaupa mér net og ég ætla að horfa á Systraslag,“ sagði Natasha Anasi. Systraslagur er ný heimildarþáttaröð í Ríkissjónvarpinu um sögu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Natasha er frá Texas í Bandaríkjunum og kom fyrst til Íslands árið 2014. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2020. Þegar hún kom til Íslands fyrir tíu árum þá var íslenska landsliðið búið að fara tvisvar sinnum á Evrópumótið en EM í Sviss verður fimmta EM íslensku stelpnanna í röð. Það er gaman að sjá að Natasha ætlar að kynna sér sögu landsliðsins nú áður en hún tekur þátt í sínu fyrsta Evrópumóti með liðinu. Hér fyrir neðan má annars sjá svör íslensku stelpnanna um hvað þær dunduðu sér við í flugvélinni á leið út á EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Sjá meira