Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Agnar Már Másson skrifar 24. júní 2025 19:52 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna aðfaranótt sunnudags. AP/Planet Labs PBC Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun. Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun.
Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira