„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2025 12:02 Baldvin og Erna eru fyrirliðar Íslands. Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira