Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 12:28 Blævængurinn kom í góðar þarfir í Retiro-garðinum í miðborg Madridar á Spáni í hitanum þar í gær. AP/Paul White Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira