Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 16:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira
Síðastliðin tvö sumur hefur verið haldið úti bráðaviðbragði í Öræfasveit sem felst í stöðugri viðveru sjúkrabíls og reynds sjúkraflutningamanns sem sinnir bráðaþjónustu í samstarfi við björgunarsveitina Kára. Heilbrigðisstofnun Suðurlands skipulagði í vor að beiðni ráðherra samskonar viðbragð fyrir þetta sumar. Ráðherra hefur samkvæmt tilkynningu jafnframt ákveðið að framlengja núverandi fyrirkomulag bráðaviðbragðs í Öræfum til loka þessa árs. Sameiginlegt mat Þar kemur fram að Alma Möller, heilbrigðisráðherra, byggi þessa ákvörðun á sameiginlegu mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og sveitarstjórnar Hornafjarðar um nauðsyn þess. Þótt fjöldi ferðamanna sé mestur yfir sumarmánuðina reynist mesta álagið vegna alvarlegra útkalla á svæðinu vera á tímabilinu desember til mars „Ég tel einboðið að ráðast í þetta verkefni til að auka öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um þetta strjálbýla en fjölfarna svæði. Ég mun einnig ræða við innviðaráðuneytið um hvernig auka megi umferðaröryggi á svæðinu og að skoðaðir verði möguleikar þess að byggja upp viðurkenndan sjúkraflugvöll á svæðinu,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þar segir einnig að markmiðið með þessu sé að tryggja skjót viðbrögð, svo sem ef meta þarf áverka eftir slys, bregðast við bráðaveikindum, veita fyrstu hjálp og undirbúa flutning á sjúkrastofnun ef þarf. Þetta hafi verið talið nauðsynlegt vegna öryggis íbúa og ferðamanna á svæðinu þar sem sækja þarf heilbrigðisþjónustu um langan veg. 200 kílómetrar á milli heilsugæsla Næstu heilsugæslur eru á Kirkjubæjarklaustri í vestri og Höfn í austri en þar á milli eru um 200 kílómetrar. Það er því, samkvæmt tilkynningunni, samdóma mat heilbrigðisráðuneytisins og HSU að þörf sé á að styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð á þessu dreifbýla svæði. „Horft verður til leiða sem styrkja samþætt og staðbundið bráða- og heilsugæsluviðbragð árið um kring sem nýtist íbúum í Öræfum og öðrum sem leið eiga um svæðið. Verkefni starfshóps sem heilbrigðisráðherra mun skipa með aðkomu þjónustuveitenda og helstu hagaðila verður að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag þjónustunnar,“ segir að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Sjá meira