Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:30 Jóhann Már Helgason segir vel hægt að setja gott regluverk í kringum bjórsölu á knattspyrnuleikjum sem sýni sig að haldi uppi stemningu og trekki áhorfendur að. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“ Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira