Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:30 Jóhann Már Helgason segir vel hægt að setja gott regluverk í kringum bjórsölu á knattspyrnuleikjum sem sýni sig að haldi uppi stemningu og trekki áhorfendur að. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“ Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent