Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2025 14:01 Bílastæðin umræddu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem lögreglustöðin er nú til húsa. Já.is Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra. Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira