„Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 18:45 Cecilía Rán varði vel í leiknum, fyrir utan eitt skot. vísir Cecilía Rán Rúnarsdóttir segir íslenska landsliðið hafa brugðist vel við og sýnt karakter eftir áföll í leiknum gegn Finnlandi. Henni fannst Ísland halda markaskorara Finnlands vel í skefjum, fyrir utan eitt skiptið þegar hún skoraði. Klippa: Cecilía Rán eftir tapið gegn Finnlandi „Mér leið ótrúlega vel og fannst ég sýna hvað ég get. Hefði viljað halda hreinu en það kemur bara í næsta leik“ sagði Cecilía fljótlega eftir leik, hún var maður leiksins að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland lenti í áföllum þegar fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að fara af velli í hálfleik og aftur í seinni hálfleik þegar Hildur Antonsdóttir var rekin af velli. „Alltaf erfitt þegar við missum mann út og erum einum færri en mér fannst við samt sýna ótrúlegan karakter og stíga upp. En síðan skorum við bara ekki og fáum á okkur mark. Mér fannst við fá nokkur tækifæri til að skora og áttum ekki að fá á okkur mark.“ Finnland ógnaði mikið upp vinstri vænginn, á hægri hlið íslensku varnarinnar og Cecilía var því spurð hvað gekk ekki þeim megin. „Ég veit ekki alveg hvað var ekki að ganga upp. Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum þangað til hún kemst einu sinni framhjá og skorar. Alltaf erfitt að spila á móti svona góðum leikmönnum sem vilja keyra inn á völlinn. En við verðum bara að fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur.“ Fátt var um svör og lausnir þegar litið var á heildarframmistöðu liðsins, það þarf einfaldlega að gera betur. „Það þarf bara að gera betur, ég væri bara til í að sjá leikinn aftur og sjá hvað við getum gert betur. Alltaf erfitt að segja eftir leiki þegar tilfinningarnar eru miklar.“ „Þetta er aðallega bara mjög leiðinlegt en við verðum bara að vinna seinni tvo leikina. Ég held að það hefði verið sama ef við hefðum gert jafntefli eða unnið, það var alltaf markmiðið okkar að vinna seinni tvo leikina“ sagði Cecilía að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Klippa: Cecilía Rán eftir tapið gegn Finnlandi „Mér leið ótrúlega vel og fannst ég sýna hvað ég get. Hefði viljað halda hreinu en það kemur bara í næsta leik“ sagði Cecilía fljótlega eftir leik, hún var maður leiksins að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland lenti í áföllum þegar fyrirliðinn Glódís Perla þurfti að fara af velli í hálfleik og aftur í seinni hálfleik þegar Hildur Antonsdóttir var rekin af velli. „Alltaf erfitt þegar við missum mann út og erum einum færri en mér fannst við samt sýna ótrúlegan karakter og stíga upp. En síðan skorum við bara ekki og fáum á okkur mark. Mér fannst við fá nokkur tækifæri til að skora og áttum ekki að fá á okkur mark.“ Finnland ógnaði mikið upp vinstri vænginn, á hægri hlið íslensku varnarinnar og Cecilía var því spurð hvað gekk ekki þeim megin. „Ég veit ekki alveg hvað var ekki að ganga upp. Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum þangað til hún kemst einu sinni framhjá og skorar. Alltaf erfitt að spila á móti svona góðum leikmönnum sem vilja keyra inn á völlinn. En við verðum bara að fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur.“ Fátt var um svör og lausnir þegar litið var á heildarframmistöðu liðsins, það þarf einfaldlega að gera betur. „Það þarf bara að gera betur, ég væri bara til í að sjá leikinn aftur og sjá hvað við getum gert betur. Alltaf erfitt að segja eftir leiki þegar tilfinningarnar eru miklar.“ „Þetta er aðallega bara mjög leiðinlegt en við verðum bara að vinna seinni tvo leikina. Ég held að það hefði verið sama ef við hefðum gert jafntefli eða unnið, það var alltaf markmiðið okkar að vinna seinni tvo leikina“ sagði Cecilía að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn