Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 2. júlí 2025 21:32 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Alþingi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun