Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 20:23 Frumvarpið felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á efstu tekjuþrepin og umfangsmeiri skerðingu á heilbrigðisþjónustu og velferð. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Mikið hefur gustað um frumvarpið sem almennt gengur undir nafninu „stóra, fallega frumvarpið“ og hefur gert frá upphafi. Það er afar umfangsmikið en lýtur í meginatriðum að ráðstöfunum ríkisfjár. Skorið verður því samkvæmt vreulega niður í velferðarmálum og skattar lækkaðir verulega. Sérfræðingar bæði háðir og óháðir segja einnig að frumvarpið komi til með að lækka skatta efstu tekjuþrepanna um umtalsvert meira en þeirra neðstu. Þar að auki er það sagt að það geti aukið halla Bandaríkjanna um hátt í 3,3 þúsund milljarða dala. Tveir repúblikanar sviku lit Frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214. Allir þingmenn demókrata greiddu atkvæði gegn því ásamt tveimur þingmönnum repúblikana. Blikur voru á lofti eftir að fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn síðustu drögum frumvarpsins áður en það var sent til öldungadeildarinnar en á Bandaríkjaþingi eru tvær málstofur. Svo virðist sem Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi tekist að smala flokknum en hefðu þessir áðurnefndu þingmenn aftur greitt atkvæði gegn frumvarpinu hefði það verið fellt. Í frumvarpinu eru einnig faldar skerðingar á heilbrigðistryggingum hins opinbera sem nema um þúsund milljón dölum, skerðingar á matarveitingum til fátækra og mikil aukning á fjárveitingum til Bandaríkjahers og landamæravörslu. Tveir repúblikanar sviku lit og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.AP/Rod Lamkey Jr. Það að frumvarpið hafi náð fram að ganga segir blaðamaður New York Times mikinn sigur fyrir repúblikana. Næsta skref er að Donald Trump Bandaríkjaforseti innleiði lögin formlega með undirskrift sinni en það mun hann væntanlega gera við fyrsta tækifæri. Hann hafði lofað að frumvarpið yrði að lögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem er á morgun. Sjá einnig: Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið „Ef þú ert hlynntur traustum landamærum, öruggari samfélögum og sterkum her er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur ábyrgum efnahagsmálum og því að minnka halla ríkissjóðs er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur lægri og sanngjarnari sköttur, stærri launaseðlum, viðráðanlegra bensín- og matvöruverði og því að borin verði aftur virðing fyrir heiðarlegri vinnu, þá er þetta frumvarp fyrir þig,“ sagði Mike Johnson forseti fulltrúadeildarinnar í ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðsluna. „Allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu“ í þágu skattalækkanna á hina ríku Samkvæmt umfjöllun Times nýtur frumvarpið ekki mikils stuðnings meðal almennings í Bandaríkjunum. Fulltrúar demókrata segja það skera niður nauðsynlega aðstoð við hina fátækustu til að greiða undir skattalækkanir á hina ríku. Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata flutti eldræðu fyrir þingið fyrir atkvæðagreiðsluna sem varði átta og hálfa klukkustund. Hann sagði frumvarpið „viðurstyggilegan óskapnað.“ Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata stóð í pontu í átta og hálfa klukkustund í dag og andmælti frumvarpinu.AP/Mariam Zuhaib „Þetta frumvarp er allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu við borgara Bandaríkjanna, harðduglega bandaríska skattgreiðendur. Þetta er fólkið sem við eigum að berjast fyrir, að lyfta upp. En í staðinn verða þau fórnarlömb þessa frumvarps,“ sagði hann meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21 „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Mikið hefur gustað um frumvarpið sem almennt gengur undir nafninu „stóra, fallega frumvarpið“ og hefur gert frá upphafi. Það er afar umfangsmikið en lýtur í meginatriðum að ráðstöfunum ríkisfjár. Skorið verður því samkvæmt vreulega niður í velferðarmálum og skattar lækkaðir verulega. Sérfræðingar bæði háðir og óháðir segja einnig að frumvarpið komi til með að lækka skatta efstu tekjuþrepanna um umtalsvert meira en þeirra neðstu. Þar að auki er það sagt að það geti aukið halla Bandaríkjanna um hátt í 3,3 þúsund milljarða dala. Tveir repúblikanar sviku lit Frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214. Allir þingmenn demókrata greiddu atkvæði gegn því ásamt tveimur þingmönnum repúblikana. Blikur voru á lofti eftir að fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn síðustu drögum frumvarpsins áður en það var sent til öldungadeildarinnar en á Bandaríkjaþingi eru tvær málstofur. Svo virðist sem Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi tekist að smala flokknum en hefðu þessir áðurnefndu þingmenn aftur greitt atkvæði gegn frumvarpinu hefði það verið fellt. Í frumvarpinu eru einnig faldar skerðingar á heilbrigðistryggingum hins opinbera sem nema um þúsund milljón dölum, skerðingar á matarveitingum til fátækra og mikil aukning á fjárveitingum til Bandaríkjahers og landamæravörslu. Tveir repúblikanar sviku lit og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.AP/Rod Lamkey Jr. Það að frumvarpið hafi náð fram að ganga segir blaðamaður New York Times mikinn sigur fyrir repúblikana. Næsta skref er að Donald Trump Bandaríkjaforseti innleiði lögin formlega með undirskrift sinni en það mun hann væntanlega gera við fyrsta tækifæri. Hann hafði lofað að frumvarpið yrði að lögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem er á morgun. Sjá einnig: Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið „Ef þú ert hlynntur traustum landamærum, öruggari samfélögum og sterkum her er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur ábyrgum efnahagsmálum og því að minnka halla ríkissjóðs er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur lægri og sanngjarnari sköttur, stærri launaseðlum, viðráðanlegra bensín- og matvöruverði og því að borin verði aftur virðing fyrir heiðarlegri vinnu, þá er þetta frumvarp fyrir þig,“ sagði Mike Johnson forseti fulltrúadeildarinnar í ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðsluna. „Allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu“ í þágu skattalækkanna á hina ríku Samkvæmt umfjöllun Times nýtur frumvarpið ekki mikils stuðnings meðal almennings í Bandaríkjunum. Fulltrúar demókrata segja það skera niður nauðsynlega aðstoð við hina fátækustu til að greiða undir skattalækkanir á hina ríku. Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata flutti eldræðu fyrir þingið fyrir atkvæðagreiðsluna sem varði átta og hálfa klukkustund. Hann sagði frumvarpið „viðurstyggilegan óskapnað.“ Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata stóð í pontu í átta og hálfa klukkustund í dag og andmælti frumvarpinu.AP/Mariam Zuhaib „Þetta frumvarp er allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu við borgara Bandaríkjanna, harðduglega bandaríska skattgreiðendur. Þetta er fólkið sem við eigum að berjast fyrir, að lyfta upp. En í staðinn verða þau fórnarlömb þessa frumvarps,“ sagði hann meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21 „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50