Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 16:03 Eyjólfur Ármannsson fékk þingheim til að skella upp úr í umræðu um umferðaröryggi. Alþingi Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“ Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“
Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira