„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Hinrik Wöhler skrifar 6. júlí 2025 18:53 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór tómhentur heim úr Laugardalnum. Vísir/Ernir Eyjólfsson Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. „Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira