Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 09:33 Þorsteinn Halldórsson gefur sínum konum fyrirmæli í tapleiknum á móti Sviss í Bern í gær. Getty/Marcio Machado Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. Umræðan barst meðal annars að Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. Íslenska liðið hefur nú leikið fimm leiki undir hans stjórn á stórmóti án þess að fagna sigri og hefur ekki unnið alvöru landsleik á árinu 2025. „Það eru margir að gagnrýna þjálfarann. Árangurinn er undir væntingum þjóðarinnar. Var þetta örlagaleikur fyrir Þorstein Halldórsson,“ spurði Ágúst Orri. „Já, ég get alveg ímyndaði mér að sætið hans sé heitt. Þetta eru enn ein vonbrigðin núna,“ sagði Ásta. Sætið hans á að vera heitt „Sætið hans á að vera heitt og það á að vera sett spurningarmerki við starfið hans,“ greip Bára inn í. „Ég velti því samt fyrir mér hvort hann verði bara látinn klára sinn samning. Það er ár eftir af honum. Tekur næstu undankeppni og hættir svo. Er KSÍ búið að tala um það að þetta séu vonbrigði fyrir þeim? Ég er ekkert viss um það. Við erum að fara á stórmót og það lítur rosalega vel út á blaði,“ sagði Bára. „Steini er alltaf búinn að vera að tala um væntingarstjórnun í viðtölum. Ég skil alveg að þú þarft að væntingastýra inn í leikmannahópinn þinn. Af hverju erum við hrædd við að vera með kassann úti og setja pressu á okkur sjálf. Þá er ég að tala um sambandið. Ég á erfitt með að átta mig á því hvar þeir standa gagnvart þessu,“ sagði Bára. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur „Við sáum myndir af leikmönnum eftir leikinn. Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum ekki búnar að skora mark. Eðlilega var fólk að hafa áhyggjur af því fyrir mótið að liðið var ekki búið að vinna í tíu leikjum í röð. Þær virtust ekki hafa neinar áhyggjur af því sem ég set alveg spurningarmerki við,“ sagði Ásta. „Þær koma inn í mótið með sigur á bakinu gegn Serbíu sem er ekki gott lið. Maður vonaðist til þess að það myndi gefa þeim aðeins meira en það gerði. Við sem erum búin að vera að fylgjast með höfðum áhyggjur fyrir þetta mót því þetta var ekki búið að vera sannfærandi svolítið lengi,“ sagði Ásta. „Mikið um jafntefli. Gott að vera ekki alltaf að tapa en jafntefli gefur ekkert rosalega mikið,“ sagði Ásta. „Ef við förum í þessa leiki sem voru spilaðir, þessa jafnteflisleiki og þessa tapleiki, þá vorum við ekki að tengja saman tvo góða hálfleika. Við vorum að spila frábærlega og fá svo draslhálfleik í andlitið eftir það,“ sagði Bára. Óstöðugleikinn „Það voru leikir sem maður horfi á og hugsaði eftir hálfleikinn: Vá hvað við erum miklu betri. Svo var liggur við eins og það hefði verið skipt út ellefu leikmönnum eftir hálfleikinn og þetta væri eitthvað nýtt lið,“ sagði Bára. „Óstöðugleikinn í spilamennsku liðsins. Mér finnst það ekki bara vera það að þær hafi ekki unnið eða að það hafi verið mikið af jafnteflum eða töpum. Mér finnst það verra að þetta hafi verið svona ósannfærandi,“ sagði Bára. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira