Lífið

Ás­laug Arna kom sér fyrir á innan við viku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Áslaug flutti út til New York í lok júní.
Áslaug flutti út til New York í lok júní.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur komið sér vel fyrir í íbúð sinni í New York í Bandaríkjunum. Hún setti sér það markmið að koma sér fyrir á innan við viku sem henni tókst með glæsibrag.

„Smá innlit í íbúðina hér í New York. Setti mér markmið að reyna koma mér hratt en vel fyrir á innan við viku sem tókst, til að geta byrjað að læra. Sumarfríið verður bara upplifunin þess á milli að fá að búa hér,“ skrifar Áslaug við færslu á Instagram.

Áslaug kom til New York þann 29. júní síðastliðinn og er nú á níu mánaða leyfi frá þingstörfum á meðan hún leggur stund á meistaranám í stjórnsýslu og alþjóðlegri leiðtogahæfni (MPA – Master in Public Administration in Global Leadership) við Columbia-háskóla.

Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með flutningunum síðustu daga. Fyrstu dagana fékk hún aðstoð frá föður sínum og eiginkonu hans við að koma sér fyrir og kaupa húsgögn. Þau fóru meðal annars saman í Ikea og hjálpuðust að við að koma húsgögnunum upp í íbúðina sem er á fjórðu hæð í húsi án lyftu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.