United boðið að skrapa botninn á tunnunni Siggeir Ævarsson skrifar 9. júlí 2025 20:18 Callum Wilson skoraði núll mörk í 18 deildarleikjum í vetur EPA-EFE/PETER POWELL Eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni hjá Manchester United hefur sumarið heldur ekki verið upp á marga fiska en liðið er aðeins búið að klára ein stór kaup og þá hefur enginn leikmaður verið seldur. Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ruben Amorim, stjóri United, hefur verið mjög afdráttarlaus um að hann vilji losa ákveðna leikmenn úr hópnum en það virðist vera lítið að frétta á þeim bænum en þó virðist Jadon Sancho mögulega þokast nær því að ganga í raðir Juventus. United leita logandi ljósi að sóknarmanni en liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni í fyrra. Liðið hefur ítrekað reynt að klára kaup á Bryan Mbeumo frá Brentford en viðræður á milli liðanna sigla ítrekað í strand. Það er aðeins rúmur mánuður í að enska deildin byrji og stuðningsmenn United eru margir hverjir farnir að ókyrrast og eflaust er eitthvað stress byrjað að gera vart við sig á skrifstofu liðsins. Nýjustu vendingar eru þær að United standi til boða þrír sóknarmenn sem allir eru samningslausir og kæmu þá á frjálsri sölu. Það eru þeir Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin og Callum Wilson. Það verður áhugavert að sjá hvort United muni taka sénsinn á einhverjum af þessum leikmönnum en það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta séu feitustu bitarnir á markaðnum. Vardy er 38 ára og skoraði níu mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester. Calvert-Lewin skoraði þrjú mörk fyrir Everton og hefur ekki skorað yfir tíu mörk síðan 2020-21 og Callum Wilson skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 18 leikjum sem hann spilaði fyrir Newcastle í fyrra. Nýjustu fréttir af Mbeumo gætu þó gefið United mönnum ástæðu til bjartsýni en það er ekkert fast í hendi enn. Manchester United are hoping that they will be able to secure a deal for Brentford forward Bryan Mbeumo before their pre-season tour of the USA begins 👀🔴 pic.twitter.com/KoJAFuGPd8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira