Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 23:01 Macron er staddur í þriggja daga langri opinberri heimsókn í Lundúnum. EPA Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda. Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda.
Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira