Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 08:26 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Frumvarpið sem fór úr nefnd í síðasta mánuði hefur vakið óánægju meðal annars meðal bifhjólaeigenda sem koma með að þurfa greiða meira en fyrirhugað var. Fjölmargir sendu umsagnir um frumvarpið á meðan efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis var með það til skoðunar og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Í nýrri könnun á vegum Prósents kemur fram að þjóðin skiptist í þrjá nokkurn veginn jafna hluta í afstöðu til frumvarpsins. 37 prósent kváðust hlynnt frumvarpinu, 35 prósent andvíg því og 28 prósent hvorki hlynnt né andvíg. Prósent Marktækt hærra hlutfall karla en kvenna eru hlynntir gjaldinu. 46 prósent karla sögðust hlynnt frumvarpinu en 27 prósent. Prósent Þá var marktækur munur á viðhorfi íbúa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. 40 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt kílómetragjaldi og 32 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Prósent Þeir sem eiga díselbíl eru helst andvígir kílómetragjaldi eða 40 prósent sem er marktækt meiri andstaða en hjá þeim sem eiga ekki bíl eða rafmagnsbíl. Prósent Svarendur voru einnig spurðir um heildarakstur heimilisins árið 2024 . Andstaða eykst með auknum akstri. Þau sem óku fimmtán þúsund kílómetra eða meira árið 2024 eru marktækt andvígari kílómetragjaldi en þau sem óku minna. Prósent Könnunin var framkvæmd frá 10. júní til þess 25. Úrtak hennar var 1950 einstaklingar átján ára og eldri og svarhlutfall 50 prósent. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Skattar og tollar Bílar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Frumvarpið sem fór úr nefnd í síðasta mánuði hefur vakið óánægju meðal annars meðal bifhjólaeigenda sem koma með að þurfa greiða meira en fyrirhugað var. Fjölmargir sendu umsagnir um frumvarpið á meðan efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis var með það til skoðunar og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Í nýrri könnun á vegum Prósents kemur fram að þjóðin skiptist í þrjá nokkurn veginn jafna hluta í afstöðu til frumvarpsins. 37 prósent kváðust hlynnt frumvarpinu, 35 prósent andvíg því og 28 prósent hvorki hlynnt né andvíg. Prósent Marktækt hærra hlutfall karla en kvenna eru hlynntir gjaldinu. 46 prósent karla sögðust hlynnt frumvarpinu en 27 prósent. Prósent Þá var marktækur munur á viðhorfi íbúa á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. 40 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt kílómetragjaldi og 32 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Prósent Þeir sem eiga díselbíl eru helst andvígir kílómetragjaldi eða 40 prósent sem er marktækt meiri andstaða en hjá þeim sem eiga ekki bíl eða rafmagnsbíl. Prósent Svarendur voru einnig spurðir um heildarakstur heimilisins árið 2024 . Andstaða eykst með auknum akstri. Þau sem óku fimmtán þúsund kílómetra eða meira árið 2024 eru marktækt andvígari kílómetragjaldi en þau sem óku minna. Prósent Könnunin var framkvæmd frá 10. júní til þess 25. Úrtak hennar var 1950 einstaklingar átján ára og eldri og svarhlutfall 50 prósent.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Skattar og tollar Bílar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira