Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:00 Sirkuslistamann taka áhættu sem ekki er mælt með að taka heima hjá sér. Aðsendar Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. „Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“ Menning Reykjavík Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“
Menning Reykjavík Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira