Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir vann kvennaflokkinn fimmta árið í röð. Laugavegurinn Í dag fór Laugavegshlaupið fram í tuttugasta og áttunda sinn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið var í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi. Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira