„Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2025 20:04 Hrannar Ingi að huga að bílnum sínum, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði upp með aðstoð pabba síns. Bílinn er ágerð 1961 og allur hinn glæsilegasti. Magnús Hlynur Hreiðarsson 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. Hrannar Ingi Óttarsson er líklega aðdáandi númer eitt á Íslandi af Land Rover bílum en hann hefur dáðst af bílategundinni frá því að hann var lítill strákur. Hér er til dæmis fyrsti bílinn hans, Land Rover 1967, sem hann fékk í fermingargjöf og í kjölfarið gerði hann bílinn allan upp og er hann nú einn af glæsilegustu bílum á götum Akureyrarbæjar. „Svo náttúrulega er þessi ægilega góður. Ég fékk þennan fyrir nokkrum árum og það er þessi hérna. Þessi er helvíti góður, 1961 árgerð, mjög lítið til af þeim bílum, tók hann líka í gegn. Þetta er allt uppáhalds, maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna,“ segir Hrannar hlæjandi. En hvað er það við Land Rover, sem er svona heillandi? „Þetta er bara allt öðruvísi en allir aðrir bílar. Þú getur bara gert þá upp alveg eftir þínu höfði“. Hrannar Ingi segir að hann veki alltaf mikla athygli á Land Roverbílunum sínum á götum Akureyrar eða á öðrum stöðum þar sem hann er á ferðinni. Hvað segja stelpurnar þegar þær sjá þig á ferðinni? „Þær eru ánægðar með þetta,“ segir hann og hlær enn meira. Hrannar Ingi hrósar pabba sínum sérstaklega, sem hvetur hann áfram í Land Rover verkefnunum sínum. En hvað á Hrannar marga Land Rovera? „Það breytist alltaf eitthvað aðeins. Þetta er bara eins og með hestamenn, maður veit ekki töluna á bílunum, það er bara þannig“. Og hér er Hrannar Ingi við Z – 355 Land Roverinn, sinn sem hann gerði líka upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ætlar þú að halda áfram að vera Land Rover áhugamaður númer eitt á Íslandi? „Já, ég átti örugglega aldrei séns, ég var örugglega getinn í Land Rover, já ég mun alltaf vera í þessu, það held ég, ég elska þetta,“ segir Hrannar Ingi kampakátur með lífið og alla Land Rover bílana sína. Og hvað haldið þið, að sjálfsögðu gengur Hrannar um í Land Rover skóm. Ef einhver á gamlan Land Rover, sem hann vill losna við þá er alltaf hægt að hafa samband við Hrannar Inga og taka stöðuna á honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Bílar Söfn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Hrannar Ingi Óttarsson er líklega aðdáandi númer eitt á Íslandi af Land Rover bílum en hann hefur dáðst af bílategundinni frá því að hann var lítill strákur. Hér er til dæmis fyrsti bílinn hans, Land Rover 1967, sem hann fékk í fermingargjöf og í kjölfarið gerði hann bílinn allan upp og er hann nú einn af glæsilegustu bílum á götum Akureyrarbæjar. „Svo náttúrulega er þessi ægilega góður. Ég fékk þennan fyrir nokkrum árum og það er þessi hérna. Þessi er helvíti góður, 1961 árgerð, mjög lítið til af þeim bílum, tók hann líka í gegn. Þetta er allt uppáhalds, maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna,“ segir Hrannar hlæjandi. En hvað er það við Land Rover, sem er svona heillandi? „Þetta er bara allt öðruvísi en allir aðrir bílar. Þú getur bara gert þá upp alveg eftir þínu höfði“. Hrannar Ingi segir að hann veki alltaf mikla athygli á Land Roverbílunum sínum á götum Akureyrar eða á öðrum stöðum þar sem hann er á ferðinni. Hvað segja stelpurnar þegar þær sjá þig á ferðinni? „Þær eru ánægðar með þetta,“ segir hann og hlær enn meira. Hrannar Ingi hrósar pabba sínum sérstaklega, sem hvetur hann áfram í Land Rover verkefnunum sínum. En hvað á Hrannar marga Land Rovera? „Það breytist alltaf eitthvað aðeins. Þetta er bara eins og með hestamenn, maður veit ekki töluna á bílunum, það er bara þannig“. Og hér er Hrannar Ingi við Z – 355 Land Roverinn, sinn sem hann gerði líka upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ætlar þú að halda áfram að vera Land Rover áhugamaður númer eitt á Íslandi? „Já, ég átti örugglega aldrei séns, ég var örugglega getinn í Land Rover, já ég mun alltaf vera í þessu, það held ég, ég elska þetta,“ segir Hrannar Ingi kampakátur með lífið og alla Land Rover bílana sína. Og hvað haldið þið, að sjálfsögðu gengur Hrannar um í Land Rover skóm. Ef einhver á gamlan Land Rover, sem hann vill losna við þá er alltaf hægt að hafa samband við Hrannar Inga og taka stöðuna á honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Bílar Söfn Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira