Fótbolti

Stuðnings­menn Palace mót­mæla á­kvörðun UEFA

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikill fjöldi stuðningsmanna Crystal Palace safnaðist saman fyrir fram Selhurst Park, heimavöll Palace, til að mótmæla í dag
Mikill fjöldi stuðningsmanna Crystal Palace safnaðist saman fyrir fram Selhurst Park, heimavöll Palace, til að mótmæla í dag Vísir/Getty

Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, í dag til að mótmæla ákvörðun UEFA um að færa Palace niður úr Evrópudeildinni niður í Sambandsdeildina.

Forsaga málsins er sú að Palace og franska liðið Lyon eru undir sama eignarhaldi og samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki spila í sömu Evrópukeppni.

Bandaríski auðkýfingurinn John Textor á hlut í báðum liðum en er að vinna í því að selja hlut sinn í Palace og munu forráðamenn félagsins áfrýja ákvörðun UEFA en töluverður hiti er í stuðningsfólki Palace yfir þessu máli og skyldi engan undra.


Tengdar fréttir

Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA

Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að þeir hafi misst af frestinum að selja hluta í félaginu, vegna þess að skilaboðin frá UEFA voru send á almenna tölvupóstinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×