Innlent

Göngumaður slapp ó­meiddur úr sjálf­heldu við Hest­skarð

Agnar Már Másson skrifar
Þyrlan á vettvangi við Hestskarðshnjúk.
Þyrlan á vettvangi við Hestskarðshnjúk. Aðsend

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Hestskarðshnjúki á Norðurlandi síðdegis í kvöld til að aðstoða göngumann sem hafði komið sér í sjálfheldu. Maðurinn slapp ómeiddur.

Tveir göngumenn voru á ferð um Hestskarðshnjúk milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar þegar þeir ákváðu að fara hvor sína leið niður, útskýrir Magnús magnússon formaður björgunarsveitarinnar Stráka í samtali við fréttastofu. 

Annar þeirra mun aftur á móti hafa lent í vandræðum á leiðinni niður og sat fastur í sjálfheldu á syllu í fjallinu.  Þar sem ekki var hægt að síga niður að þeim stað sem göngugarpurinn hafði komið sér í var þyrla var kölluð til aðstoðar. 

„Það var ekkert hægt að tryggja sig í fjalllendinu til að koma niður til hans,“ segir Magnús hjá björgunarsveitinni.

Lögreglan hafi verið í símasambandi við hann nær allan þann tíma sem björgunaraðgerðin stóð yfir.

Göngumaðurinn hafi verið fluttur með þyrlu upp á skíðasvæði í nágrenninu þar sem björgunaraðilar og aðstandendur biðu hans. Ekkert virtist ama að göngumanninum egar hann kom niður, segir Magnús.

Hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni og var dróni nýttur til að kanna svæðið.Aðsend
Björgunarmenn ganga að vettvangi.
Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 19 í kvöld.Aðsend
Hestskarðshnjúkur er í Fjallabyggð.map.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×