Fallegt og ekkert smágos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2025 06:39 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Vísir/RAX Sérfræðingur Veðurstofunnar sem flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir gosið í morgun segir gosið ekki stórt en þó alls ekkert smágos. Það sé fallegt og á heppilegum stað. „Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
„Þetta er svona miðlungs gos og fallegt gos. Þetta eru kannski 750 til 900 rúmmetrar á sekúndu, sem er helmingur eða þriðjungur af þeim gosum sem við höfum verið að fá upp á síðkastið, fyrir utan allra síðasta gos sem var ákaflega lítið,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri á Veðurstofunni, beðinn um að lýsa því sem blasti við á Reykjanesskaga. Hann segir sprunguna um það bil kílómeters langa og ná frá Stóra-Skógfelli og til norðausturs. „Megnið af hrauninu er að renna í áttina að Fagradalsfjalli og það er farið að bunkast upp að fjallinu þar sem það hefur náð lengst. Mjög lítið af hrauni rennur til vesturs og það þýðir að hraunið er að mestu að renna á stað þar sem eru engir innviðir og ekkert fyrir,“ segir Halldór. Staðsetningin sé því heppileg. Farið að draga aðeins úr gosinu Kvikumagnið sem hafði safnast saman undir Svartsengi var um 2/3 hluti þess sem hafði safnast þar saman fyrir síðasta gos. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að segja til um líftíma gossins bendir hann á að það hafi í það minnsta ekki byrjað mjög sterkt og að þegar hafi aðeins dregið úr því.„Yfirleitt dregur úr þeim á þessum upphafsdegi og það er sú mynd sem maður býst við. En það má ekki gleyma því að allra fyrstu gosunum og í Fagradalsfjalli byrjaði þetta ákaflega lítið en entist í 180 daga. Þannig það er ekki alveg hægt að draga ályktunina strax.“ Halldór tók þessa mynd af gosinu í þyrluferðinni í nótt.mynd/halldór Björnsson Þú sagðir að gosið væri fallegt - hvernig þá? „Þetta er gossprunga sem eru um kílómeters löng og brotin niður. Þetta er ekki samfelldur goshryggur heldur brotnar hann upp og liggur örlítið á ská og hver skálínan tekur við af annarri. Það er mjög fallegt að sjá. Hins vegar leggur mjög mikinn mökk af þessu gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira