Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júlí 2025 20:06 Ásgeir segist fyrst og fremst vilja fá að njóta ævikvöldsins í friði. Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“ Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku en auk göngustígsins stendur til að setja upp steyptan vegg í eins og hálfs metra hæð við enda göngustígarins. Ásgeir Gunnarsson, eftirlaunaþegi og íbúi sem býr á fyrstu hæð að Árskógum 5-7, mun fá vegginn beint fyrir framan sína íbúð og segist ekki hafa getað sofið vegna áhyggja af framkvæmdunum. „Þeir ætla að drekkja okkur hérna í steinsteypu. Steinsteyptur veggur hérna við hliðina á okkur, mér hérna á hægri hönd. Hann verður líklega í svipaðri hæð og þetta hérna,“ segir Ásgeir. „Síðan þetta gerðist, það er nú komin vika síðan þetta gerðist fyrst, höfum við sofið lítið og við erum lurkum lamin. Þetta reynir á gamalt fólk. Við erum komin hingað til að hvíla okkur í restina á þessu lífi en það er greinilegt að það er ekki tekið tillit til þess.“ Mótmæltu framkvæmdunum um helgina Íbúar mótmæltu framkvæmdunum um helgina og kvarta yfir samráðsleysi af hálfu Reykjavíkurborgar. „Við stoppuðum vinnu hérna. En Reykjavíkurborg vill ekki tala við okkur. Ég skil ekki hvað er á ferðinni hérna, ég segi bara alveg eins og er, að þurfa að eyðileggja heila íbúð. Þeir eyðileggja okkar íbúð og stórskemma þessa því þar eru settir ljósastaurar fyrir framan.“ Hann óttast að íbúð sín og eiginkonu sinnar muni hríðfalla í verði. Hann hafi fengið þær upplýsingar að stígurinn hafi verið á deiluskipulagi frá 2009. Í þarnæsta húsi hafa íbúar átt í erjum við borgaryfirvöld vegna græna gímaldsins svokallaða, gríðarstórrar vöruskemmu sem hefur verð reist við Álfabakka 2 í nokkurra metra fjarlgæð frá fjölbýlishúsi í götunni. „Þegar þetta gímald kom þarna, þið sjáið það þarna. Þegar það kom þá var ekkert vandamál að byggja það yfir endann á þessum stíg. Þá var hann ekkert heilagur. En það er eins og hann sé heilagur núna. Það er einn hérna sem þóttist þekkja þetta, hann sagði, þetta eru tíu til fimmtán milljónir, að minnsta kosti,“ segir Ásgeir. „Ég vil helst fá að vera í friði og helst fá að geta sofið hér í rólegheitum og eins og ég segi, notið síðustu dagana hér á þessu jarðríki, en það er víst alveg útilokað.“
Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira