Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2025 22:56 Steinþór ásamt Höllu Tómasdóttur forseta við opnun sýningarinnar í dag. Vísir Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum. Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Steinþór Marinó Gunnarsson verður hundrað ára á föstudaginn og fagnar tímamótunum með málverkasýningu sem opnaði í dag. Steinþór byrjaði að mála tíu ára gamall og hefur því haldið á penslinum í 90 ár. Hann er fæddur á Ísafirði en alinn upp á Suðureyri við Súgandafjörð. „Þar lékum við okkur í fjörunni og horfa á brimið, það skín í gegn, koma myndir ósjálfrátt upp í hugann. Þetta eru hughrif, vera á bryggjunni og veiða kola. Horfa á sjómennina við störf, þetta hefur heillað mig í gegnum lífið,“ sagði Steinþór þegar fréttamaður kíkti í heimsókn til hans. Steinþór málar myndir tengdar sjómennsku en einnig náttúrunni sem hafi fylgt honum alla tíð. „Þar er ég að lesa í landið okkar, stórbrotna landið okkar sem margir fara á mis við. Þetta hefur heillað mig. Það er maður hérna fyrir aftan mig sem er alltaf að banka á bakið á mér og segja “halda áfram Steinþór”, ég fer eftir því,“ bætti Steinþór við hlæjandi. „Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta“ Hann hefur málað hátt í þrjú hundruð myndir en um tuttugu eru til sýnis á sýningunni sem opnaði á Hrafnistu í Kópavogi í dag. Þangað hafði frú Halla Tómasdóttir forseti meðal annars boðað komu sína. „Mér finnst það bara alveg dásamlegt. Ég var snortinn að heyra það, þetta er indæliskona og kemur vel fyrir.“ Steinþór Marinó Gunnarsson opnaði málverkasýningu í dag en hann verður 100 ára gamall á föstudag.Vísir Fyrsta myndin sem Steinþór málaði var af Gullfossi en hans uppáhaldsmynd er mynd frá Þingvöllum. Sú mynd er á safni í Noregi en Steinþór segist selja sumar mynda sinna. „Sumar vil ég ekki selja. Þetta er eins og börnin mín, maður tekur svo miklu ástfóstri við þetta. Maður er búinn að vera með þetta á mörgum sýningum, þetta er bara svona.“ Hann sagði gleði og ánægju fylgja þessum stóru tímamótum. Aðspurður hvað hann vildi að fólk hugsaði þegar það gengi inn í salinn og skoðaði myndirnar hans. „Bara njóta myndanna,“ sagði hinn eiturhressi Steinþór að lokum.
Kvöldfréttir Menning Eldri borgarar Sýningar á Íslandi Myndlist Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira