Innlent

Blámóða vofir yfir Vest­fjörðum og Skaga­firði

Agnar Már Másson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Aðsend

Megnun frá eldgosinu á Reykjanesskaga hefur náð alla leið til Vestfjarða og í Skagafjörð en myndir þaðan sýna hverng dökkblátt mengunarský vofir yfir landslaginu.

Suðaustlægátt hefur stefnt mengun frá eldgosinu alla leið vestur á firði Ísafjarðar. Fréttastofa fékk sendar myndir frá Ísafirði þar sem þykk þoka hylur fjallstindana í firðinum. 

Pétur Már Pétursson, vegfarandinn sem sendi myndirnar, segir að en himinin líti eins út á  Patreksfirði.

Virkni í eldgosinu við Sundhnúk hefur að mestu dregist saman en það hefur nú staðið yfir í um sextán tíma.

Mengun leggur yfir Ísafjörð.Aðsend

Frá Ísafjarðarhöfn.Aðsend

Fréttastofu hafa einnig borist myndir af blámóðu úr Skagafirði sem er væntanlega einnig frá gosinu.

Í Unadal í Skagafirði er blámóða yfir öllu. Hér er horft til botns Unadals, sem er 14 kílómetra langur og Unadalsjökull sést á venjulegum degi. Ekki núna.Aðsend
Hér er horft til sjávar, að Hofsósi, fimm kílómetra leið og yfir Skagafjörð. Tindastóll ætti að sjást handan fjarða en það gerir hann ekki.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×