Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2025 20:05 Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari, sem er alsæll í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera hjá heimamönnum í Hrísey við að taka á móti ferðamönnum í eyjuna í sumar en Hríseyjarferjan Sævar siglir margar ferðir á dag á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. Ferjan fer fjölda ferða á milli lands og eyju á dag og er yfirleitt alltaf fullt í hverri ferð, þó aðallega ferðamenn, sem eru að heimsækja eyjuna en auðvitað líka heimamenn en íbúar eyjunnar eru um 130. Skipstjórinn á Sævari kann vel við sig í því hlutverki, sem hann er í. „Við förum níu ferðir á dag, fyrsta sjö á morgnanna og sú síðasta eru farin ellefu á kvöldin. Það er alltaf rífandi stemming í ferjunni“, segir Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. En fyrir það fólk, sem þekkir ekki mikið til Hríseyjar, hvað hefur Anton Már að segja við það fólk? „Eigum við ekki bara að segja fyrst og fremst að hún sé friðsæl, fáir íbúar og allt mjög rólegt.“ Og þú ert fæddur og uppalinn í eyjunni eða hvað? „Já, já, ég er búin að vera þar alla mína tíð eiginlega. Rólegheitin eru best og það er ekkert einasta rautt ljós í Hrísey skal ég segja þér og verður sennilega ekki, það er mikils virði,“ segir Anton Már skellihlæjandi. Ferðamenn eru duglegir að heimsækja Hrísey, ekki síst yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anton Már segir að það fjölgi alltaf í eyjunni á sumrin, þá komi sumarbústaða fólkið og svo sé alltaf meira en nóg af ferðamönnum. Hann hrósar Sævari sérstaklega í siglingunum á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. „Já, þetta er mjög góður bátur, alveg einstaklega góður.“ Og leggst það vel í þig það sem eftir er af sumrinu eða hvað? „Já, já, þú sérð nú blíðuna í dag, það er nú ekki hægt annað,“ segir Anton Már. Það er alltaf gaman að koma í Hrísey því þar er allt svo snyrtilegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Ferðaþjónusta Akureyri Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Ferjan fer fjölda ferða á milli lands og eyju á dag og er yfirleitt alltaf fullt í hverri ferð, þó aðallega ferðamenn, sem eru að heimsækja eyjuna en auðvitað líka heimamenn en íbúar eyjunnar eru um 130. Skipstjórinn á Sævari kann vel við sig í því hlutverki, sem hann er í. „Við förum níu ferðir á dag, fyrsta sjö á morgnanna og sú síðasta eru farin ellefu á kvöldin. Það er alltaf rífandi stemming í ferjunni“, segir Anton Már Steinarsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. En fyrir það fólk, sem þekkir ekki mikið til Hríseyjar, hvað hefur Anton Már að segja við það fólk? „Eigum við ekki bara að segja fyrst og fremst að hún sé friðsæl, fáir íbúar og allt mjög rólegt.“ Og þú ert fæddur og uppalinn í eyjunni eða hvað? „Já, já, ég er búin að vera þar alla mína tíð eiginlega. Rólegheitin eru best og það er ekkert einasta rautt ljós í Hrísey skal ég segja þér og verður sennilega ekki, það er mikils virði,“ segir Anton Már skellihlæjandi. Ferðamenn eru duglegir að heimsækja Hrísey, ekki síst yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anton Már segir að það fjölgi alltaf í eyjunni á sumrin, þá komi sumarbústaða fólkið og svo sé alltaf meira en nóg af ferðamönnum. Hann hrósar Sævari sérstaklega í siglingunum á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. „Já, þetta er mjög góður bátur, alveg einstaklega góður.“ Og leggst það vel í þig það sem eftir er af sumrinu eða hvað? „Já, já, þú sérð nú blíðuna í dag, það er nú ekki hægt annað,“ segir Anton Már. Það er alltaf gaman að koma í Hrísey því þar er allt svo snyrtilegt og fallegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Ferðaþjónusta Akureyri Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir