„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:24 Oliver Sigurjónsson í baráttunni fyrr á tímabilinu. Vísir/Pawel Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira