„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:45 Rúnar Kristinsson var sáttur með stigið á útivelli. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. „Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu. Fram Besta deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu.
Fram Besta deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira