Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 10:00 Hetjur enska landsliðsins í gær. Hannah Hampton markvörður sem fór á kostum í vítakeppninni og Chloe Kelly sem breytti leiknum um leið og hún kom inn á völlinn. Getty/Maja Hitij Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss. Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Kelly kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Svíþjóð var 2-0 yfir á móti enska landsliðinu. Það tók hana ekki langan tíma að breyta leiknum. Mínútu síðar var hún búin að leggja upp mark fyrir Lucy Bronze og Kelly átti síðan risaþátt í jöfnunarmark Michelle Agyemang á 81. mínútu. Boltinn féll fyrir Agyemang eftir fyrirgjöf Kelly. Leikurinn endaði 2-2 og fór í ótrúlega vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn nýttu aðeins fimm af fjórtán vítum sínum. Kelly skoraði af miklu öryggi úr sinni vítaspyrnu og enska liðið vann vítakeppnina 3-2. Eins og þetta væri ekki nóg hjá Kelly til að stela fyrirsögnunum þá var hún þegar búin að tryggja sér nokkrar áður en hún kom inn á völlinn. Myndavélarnar voru nefnilega á Kelly þegar hún var að gera sig klára og var meðal annars að stilla af legghlífarnar sínar. Þar fór ekki framhjá neinum að hún var með brúðkaupsmyndina sína á annarri legghlífinni. Kelly giftist Scott Moore í júlí í fyrra. Á hinni legghlífinni er hún svo með hundana sína tvo. Þetta eru ekki fyrstu hetjudáðir Kelly á Evrópumóti því hún skoraði sigurmarkið þegar enska liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira