Sport

Arn­dís Diljá í úr­slit á EM: „Ó­trú­lega gaman að hafa náð því“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arndís Diljá Óskarsdóttir á eitthvað inni fyrir úrslitin en gerði nóg til að fá að keppa þar á morgun.
Arndís Diljá Óskarsdóttir á eitthvað inni fyrir úrslitin en gerði nóg til að fá að keppa þar á morgun. Frjálsíþróttasamband Íslands

Arndís Diljá Óskarsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna þegar Evrópumeistaramót U23 í frjálsum íþróttum hófst í Bergen í gær.

Ísland á fimm keppendur á mótinu í ár, allt konur, og fjórar þeirra kepptu strax í gær.

Arndís Diljá Óskarsdóttir keppti í undankeppni spjótkastsins og komst í úrslit. Þar kastaði hún lengst 51,05 metra sem var tíunda lengsta kastið inn í úrslitin.

Úrslitin fara fram á laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55.

„Markmiðið var að komast í úrslit og það er ótrúlega gaman að hafa náð því. Ég fann ekki alveg „feelinginn“ sem ég vildi í dag, en það er frábært að árangurinn dugði til sætis í úrslitunum,“ sagði Arndís Diljá í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

„Nú er það bara að ýta á reset, stilla fókusinn og negla á þetta í úrslitunum,“ sagði Arndís.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppti í undanriðlum 100 metra grindahlaups og var hún í fjórða í mark í fjórða riðli á tímanum 13,75 sekúndum. Hún var aðeins fjórum sætum frá því að komast í undanúrslitin en 24 efstu konurnar keppa í þeim í dag.

Hástökkvararnir okkar náðu sér ekki alveg á strik þegar undankeppnin í hástökki kvenna fór fram. Eva María Baldursdóttir endaði þar í 15. sæti en hún stökk 1,77 metra.

Þetta er fyrsta Evrópumeistaramót Evu Maríu og hún var ansi nálægt því að komast áfram í úrslitin, eða aðeins einni hæð og einu sæti. Það voru fjórtán keppendur sem stukku 1,81 metra og komast því áfram í úrslit.

Birta María Haraldsdóttir stökk 1,73 metra og endaði í 25. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×