Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2025 17:43 Scheffler heldur á könnunni frægu í annarri og syninum Bennett Scheffler í hinni. Hann átti ótrúlega helgi. Andrew Redington/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum er hann tryggði sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Scheffler var með örugga forystu fyrir lokahringinn í dag og þurfti í raun aldrei að hafa miklar áhyggjur af því að nokkur myndi ógna forskoti hans. Klippa: Scheffler vann með yfirburðum Hann byrjaði daginn með fjögurra högga forystu, en náði mest sjö högga forystu á einum tímapunkti. Mögulega hefur farið örlítið um stuðningsmenn Schefflers þegar hann nældi sér í tvöfaldan skolla á áttundu braut, en hann svaraði því með fugli á þeirri níundu og var fljótur að rétta úr kútnum á ný. Scheffler endaði daginn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Alls lék hann hringina fjóra á 17 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Harris English sem endaði annar. Það var svo Chris Gotterup sem endaði þriðji á 12 höggum undir pari. Allt það helsta frá deginum í dag má sjá í spilaranum að ofan. Í þeim að neðan má sjá það helsta frá gærdeginum á Opna mótinu úr Sportpakka Sýnar. Opna breska Mest lesið Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Scheffler var með örugga forystu fyrir lokahringinn í dag og þurfti í raun aldrei að hafa miklar áhyggjur af því að nokkur myndi ógna forskoti hans. Klippa: Scheffler vann með yfirburðum Hann byrjaði daginn með fjögurra högga forystu, en náði mest sjö högga forystu á einum tímapunkti. Mögulega hefur farið örlítið um stuðningsmenn Schefflers þegar hann nældi sér í tvöfaldan skolla á áttundu braut, en hann svaraði því með fugli á þeirri níundu og var fljótur að rétta úr kútnum á ný. Scheffler endaði daginn á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Alls lék hann hringina fjóra á 17 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Harris English sem endaði annar. Það var svo Chris Gotterup sem endaði þriðji á 12 höggum undir pari. Allt það helsta frá deginum í dag má sjá í spilaranum að ofan. Í þeim að neðan má sjá það helsta frá gærdeginum á Opna mótinu úr Sportpakka Sýnar.
Opna breska Mest lesið Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira