Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. júlí 2025 19:46 Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir, 28 ára er með astma og hefur verið innandyra að mestu leyti síðan á laugardaginn. vísir/bjarni Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Óhætt er að segja að mengun hafi sett svip sinn á daginn enda sást ekki til Esjunnar frá höfuðborgarsvæðinu vegna gosmóðu en áhrif mengunarinnar gerðu vart við sig víða. Sjá má svipmyndir af gosmenguninni og viðtal í spilaranum hér fyrir neðan. Til að mynda var kveikt á aðflugsljósunum við Reykjavíkurflugvöll um hábjartan dag og fór ekkert útsýnis eða þyrluflug fram þaðan enda lítið útsýni að sjá. Þá voru störf felld niður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og Voga og leitaði töluverður fjöldi til heilsugæslunnar vegna loftgæða. Gæti fengið lífshættulegt astmakast Ein af þeim sem hefur orðið fyrir áhrifum vegna mengunarinnar er hin 28 ára Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir. Hún þjáist af miklum astma og hefur verið mest megnis lokuð inni síðustu þrjá daga. „Þess vegna hefur mengunin ekki verið þægileg. Vægast sagt. Ég er bara búin að þurfa loka öllum gluggum vegna þess að annars kemur loftið inn.“ Hún segist eiga á hættu að fá astmakast sem geti verið lífshættulegt. Hún finni fyrir margvíslegum einkennum. „Úti í þessari mengun hef ég fundið fyrir augnertingu og nánast yfirliðstilfinningu eftir að hafa farið í þennan skreppitúr að ná í lofthreinsitækið í gær. Astmaeinkennin mín eru þrengsli í brjóstkassa og svo getur verið erfiðara og meira álag að reyna anda frá mér,“ segir hún en hún keypti sér sérstaklega lofthreinsitæki í gær til að sporna á einhvern máta við loft- og súrefnisleysinu heima fyrir. Bíður í ofvæni eftir smá vindi Mengunin hafi ýmis ófyrirséð áhrif. „Ég bara þvoði á mér hárið í baðkarinu og slökkti svona á milli á meðan ég setti sjampóið í. Ég var með lofthreinsigræjuna sem ég fann á marketplace í gær bara á fullu. Bara til að þvo á mér hárið því við erum ekki að fara í sturtu á meðan það er ekki hægt að lofta út því þá væri of mikill raki og það fer líka í astmann hjá mér.“ Eitt það versta sé þó að geta ekki hreyft hundana. Foreldrar hennar hafa hlaupið í skarðið. „Núna er þetta ekki lengur ánægjulegt. Ég fór með þá út að pissa. Ég var bara strákar drífið ykkur. Drífið ykkur. Þið verðið að drífa ykkur að pissa, því ég þarf að komast aftur inn. Ég get ekki beðið eftir að það kemur þessi vindur sem var búið að lofa mér og ég get farið að gera hlutina eðlilega.“ Hún biðlar til fólks að taka stöðuna alvarlega. „Það er bara mikilvægt að gleyma ekki þeim sem eru að berjast í bökkum. Þó það sé ekki vandamál fyrir þig þá þýðir það ekki að það sé ekki vandamál.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira