Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 08:36 Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta andað léttar í dag en mega eiga von á rigningu, súld og þokulofti. Vísir/Vilhelm Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn. Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fyrir utan Laugarnes og Hvaleyrarholt, þar sem loftgæðin mælast sæmileg vegna gosmengunar, eru loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu alls staðar góð eða mjög góð. Ef farið er út á Reykjanesið mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma í Sandgerði, Njarðvík og Vogum á Vatnsleysuströnd vegna svifryksmengunar. Á Ísafirði mælast loftgæðin hins vegar verst, eldrauð á loftgæðaskalanum og eru óholl fyrir íbúa. Til marks um batnandi loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hefur Vinnuskóli Reykjavíkur, sem felldi niður öll störf almennra hópa í garðyrkju vegna gosmengunar í gær, lýst því yfir á Facebook að í dag verði þar hefðbundinn vinnudagur. „Það var smá norðlæg átt í nótt, svo kom rigningin og súldin þannig þetta hreinsaðist að hluta til. En það er ennþá samt svolítil svifryksmengun yfir Reykjanesskaganum. Brennisteinsdíoxíð hefur minnkað mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónssson, veðurfræðingur. Lægðardrag liggur yfir landinu og verður rigning eða súld með köflum í dag og sums staðar þokuloft. Vegna vestlægs vinds berst gosmengunin til austurs þegar líður á daginn. Mengunin gæti þá borist yfir á Suðurland en þó í minni mæli en í gær. Gosmengunin og brennisteinsdíoxíðið er þó ekki alveg á bak og burt. „Á morgun er mjög hægur vindur þannig það gæti aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum á morgun, miðvikudag,“ sagði Þorsteinn.
Loftgæði Veður Reykjavík Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og enn er virkni í tveimur gígum. Gasmengun brennisteinsdíoxíðar mælist á suðvesturhorninu, ásamt gosmóðu. 21. júlí 2025 06:39