Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2025 08:55 Hitinn hefur farið yfir 50 stig á nokkrum stöðum í landinu. epa/Abedin Taherkenareh Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. Yfirvöld hafa biðlað til íbúa um að spara vatn en þurrkur hefur staðið yfir í landinu í fimm ár og regn verið með minnsta móti það sem af er þessu ári. Þá náði hitinn 52,8 stigum í borginni Shabankareh um helgina og 51,3 stig í bænum Abadan. Hiti mælist 53 stig í Kúvæt en mælingin hefur ekki verið staðfest. Guardian hefur eftir ónafngreindum íbúa í Tehran að sólin sé svo sterk í borginni að það sé ómögulegt að ganga um úti. „Mér líður eins og húðin sé að brenna. Skyrtan mín verður blaut á augnabliki og ég fer í sturtu tvisvar á dag í þessum hita. Sem betur fer er ekki vatnsskortur þar sem ég bý.“ Hitinn náði 41 stigi í Tehran í gær. Masoud Pezeshkian, forseti Íran, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að vatnsskorturinn væri í raun verri en menn gerðu sér grein fyrir og ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi skapast staða í framtíðinni sem ekki yrði hægt að leysa. Sporna þyrfti við ofnotkun. Annar viðmælandi Guardian í Mashhad sagði fólk hafa áhyggjur af rafmagnssleysi vegna vatnsskortsins og þá væri hitinn óbærilegur. Vandamálið hefði vaxið með byggingu stíflu í Afganistan, sem menn töldu hindra flæði inn í Mashhad. Uppistöðulón væru að þorna upp og vatnsból að hverfa. Íran Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Yfirvöld hafa biðlað til íbúa um að spara vatn en þurrkur hefur staðið yfir í landinu í fimm ár og regn verið með minnsta móti það sem af er þessu ári. Þá náði hitinn 52,8 stigum í borginni Shabankareh um helgina og 51,3 stig í bænum Abadan. Hiti mælist 53 stig í Kúvæt en mælingin hefur ekki verið staðfest. Guardian hefur eftir ónafngreindum íbúa í Tehran að sólin sé svo sterk í borginni að það sé ómögulegt að ganga um úti. „Mér líður eins og húðin sé að brenna. Skyrtan mín verður blaut á augnabliki og ég fer í sturtu tvisvar á dag í þessum hita. Sem betur fer er ekki vatnsskortur þar sem ég bý.“ Hitinn náði 41 stigi í Tehran í gær. Masoud Pezeshkian, forseti Íran, sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að vatnsskorturinn væri í raun verri en menn gerðu sér grein fyrir og ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi skapast staða í framtíðinni sem ekki yrði hægt að leysa. Sporna þyrfti við ofnotkun. Annar viðmælandi Guardian í Mashhad sagði fólk hafa áhyggjur af rafmagnssleysi vegna vatnsskortsins og þá væri hitinn óbærilegur. Vandamálið hefði vaxið með byggingu stíflu í Afganistan, sem menn töldu hindra flæði inn í Mashhad. Uppistöðulón væru að þorna upp og vatnsból að hverfa.
Íran Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira